Byggingafélagið Hyrna ehf var stofnað 25.5. 1994.

Fyrirtækið var stofnað 1994 af Erni og Helga eftir gjaldþrot A. Finnssonar, en þar höfðu þeir unnið og numið húsasmíði. Þeir keyptu húsnæði fyrir verkstæðið að Dalsbraut 1,þar sem A. Finnsson hafði verið, ásamt vélum og tækjum, og tóku við þeim verkefnum sem voru í vinnslu.

Frá 1999, hefur verið mikill uppgangur, íbúðarbyggingar hafa verið aðalstarfsemi fyrirtækisins, og hafa verið byggðar 40-50 íbúðir á hverju ári ásamt öðrum verkefnum s.s. Leikskólar fyrir Fasteignir Akureyrar í Giljahverfi, Naustahverfi og í Helgamagrastræti, innréttuð barnadeild FSA, bygging glæsihúsnæðis í Vaðlaheiði, ásamt mörgum öðrum smáum og stórum verkefnum.

Árið 2004 var keypt önnur fasteign við Dalsbraut 1, og var flutt framleiðsla á gluggum og hurðum í nýtt og betra húsnæði, ásamt skrifstofu og starfsmannaaðstöðu.

Keypt var Flipper gluggafræsivél sem gjörbreytti framleiðsluferlinu.

Í jan. 2007 fluttum við í splunkunýtt og mikið vélvætt húsnæði að Sjafnargötu 3, Akureyri, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru í dag. Húsnæðið er hið glæsilegasta, sem skiptist í skrifstofurími og sýningarsal, vélarsal, samsetningarsal og lager, á efri hæð er starfsmannaaðstaða og kaffistofa. Á nýja verkstæðinu er nýtt og fullkomið Aagaard sogkerfi með 2 sprautuklefum, Barberan lakksamstæða af fullkomustu gerð, einnig voru keyptar margar nýjar vélar s.s. Biesse Rover B4 yfirfræsari, Orma pressa, Selco tölvustýrð sög, skæralyftur Genie, o.fl.